Trymbill fer á flakk með systkinunum Hildi og Theó, sem eiga það þó til að gleyma honum. Þá hefjast sko ævintýri Trymbils!
Starting: 04-05-2025 07:01:00
Tillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.
Starting: 04-05-2025 07:10:00
Við ferðumst um Ísland með lundanum Flögra, og margt áhugavert verður á vegi hans eins og blómarækt, fossar og fuglalíf.Flögri skoðar hvernig grænmeti er ræktað á Íslandi.
Starting: 04-05-2025 07:21:00
Bubb byggir og félagar leysa vandamál og koma hlutum í verk með bros á vör. Getum við gert þetta? – Hvort við getum.
Starting: 04-05-2025 07:25:00
Önnur þáttaröð um Lalla, sem færir ykkur allan heiminn þegar hann grípur litina sína. Hann er svo flinkur að teikna hann Lalli!
Starting: 04-05-2025 07:36:00
Fjórða þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
Starting: 04-05-2025 07:43:00
Litla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
Starting: 04-05-2025 07:50:00
Mörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.
Starting: 04-05-2025 07:57:00
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Starting: 04-05-2025 07:59:00
Fjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél.
Starting: 04-05-2025 08:10:00
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Starting: 04-05-2025 08:21:00
Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Starting: 04-05-2025 08:32:00
Fallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.
Starting: 04-05-2025 08:43:00
Kári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
Starting: 04-05-2025 08:55:00
Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Starting: 04-05-2025 09:06:00
Matthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
Starting: 04-05-2025 09:13:00
Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.
Starting: 04-05-2025 09:24:00
Skemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
Starting: 04-05-2025 09:31:00
Baldur er undarlegur unglingur sem fær það hlutverk að passa hundinn Konráð. Konráð er hins vegar talandi hundur og miklu gáfaðri en Baldur. Spurningin er þá: Hver passar hvern?
Starting: 04-05-2025 09:42:00
Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.Fílinn er stórskemmtilegt dýr og hreyfir sig svo mikið, við lærum að elska fílinn af því að hann kennir okkur svolítið mikilvægt.
Starting: 04-05-2025 09:55:00
Vandaðir heimildaþættir frá BBC. David Attenborough fer með áhorfandann í ferðalag og sýnir furðuverur í náttúrunni.
Starting: 04-05-2025 10:00:00
Ómissandi upphitun fyrir Eurovision. Í þáttunum verður eins og áður farið yfir öll lögin sem keppa í Eurovision í ár, þau vegin og metin og reynt að spá fyrir um gengi þeirra í keppninni. Umsjónarmaður þáttarins er Felix Bergsson og álitsgjafar þau Guðrún Dís Emilsdóttir og Gunnar Birgisson. Stjórn upptöku: Vilhjálmur Siggeirsson.
Starting: 04-05-2025 10:25:00
Sænskir heimildarþættir frá 2023 um fornleifafundi í Svíþjóð. Bátagrafir frá víkingaöld sem fundust fyrir utan Uppsali hafa leitt ýmislegt í ljós, bæði um ferðalög á víkingaöld og stríðsmenn Eiríks sigursæla Svíakonungs. Þar að auki er fjallað um fjársjóð sem fannst í skógi nálægt Alingsås sem reyndist stærsti bronsaldarfundur í Svíþjóð.
Starting: 04-05-2025 11:30:00
Sænskir heimildarþættir frá 2023 um fornleifafundi í Svíþjóð. Bátagrafir frá víkingaöld sem fundust fyrir utan Uppsali hafa leitt ýmislegt í ljós, bæði um ferðalög á víkingaöld og stríðsmenn Eiríks sigursæla Svíakonungs. Þar að auki er fjallað um fjársjóð sem fannst í skógi nálægt Alingsås sem reyndist stærsti bronsaldarfundur í Svíþjóð.
Starting: 04-05-2025 11:35:00
Heimildarþættir um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Mannflóran er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og þjóðarímyndin breytist með auknum fjölda fólks af erlendum uppruna. Ljósi er varpað á erfiðleikana sem fólk af erlendum uppruna mætir í íslensku samfélagi og fjallað um kosti fjölmenningar. Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.Hvað ber framtíðin í skauti sér þegar kemur að fjölmenningu? Í þættinum er fjallað um yngri kynslóðir, skólakerfið, fjölmiðla og sýnileika. Leitast er við að svara því hvort aukinn sýnileiki fólks af erlendum uppruna leiðir til aukins jöfnuðar og hvenær er um að ræða svokallaðan tokenisma.
Starting: 04-05-2025 12:00:00
Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.Í þættinum skoðum við myndefni frá þeim tíma þegar Íslendingar fluttust úr sveitinni í sjávarþorp og til Reykjavíkur. Við fylgjumst með fornum atvinnuháttum og uppbyggingu ungrar borgar.
Starting: 04-05-2025 12:30:00
Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.Í þættinum skoðum við myndefni frá þeim tíma þegar Íslendingar fluttust úr sveitinni í sjávarþorp og til Reykjavíkur. Við fylgjumst með fornum atvinnuháttum og uppbyggingu ungrar borgar.
Starting: 04-05-2025 12:35:00
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Starting: 04-05-2025 13:00:00
Sænskir heimildarþættir um konur sem eiga það sameiginlegt að hafa fallið fyrir mönnum á netinu sem reyndust vera svikarar.
Starting: 04-05-2025 13:25:00
Lífskúnstnerinn og bóheminn Frímann Gunnarsson deilir lífsreglum sínum með áhorfendum og flytur fyrirlesturinn „11 spor til hamingju“ þar sem hann kynnir niðurstöður glænýrra rannsókna og leiðréttir rangfærslur og klisjur sem eru allt of víða. Leikari og höfundur: Gunnar Hansson. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson.
Starting: 04-05-2025 14:10:00
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Starting: 04-05-2025 15:10:00
Sænsk heimildarmynd um veitingastaðinn Frantzén / Lindeberg í Stokkhólmi. Staðurinn hefur verið sæmdur tveimur Michelin-stjörnum og náði 20. sæti á lista yfir bestu veitingastaði heims. Fjallað er um sköpunarferlið við gerð staðarins og matseðilsins og rýnt í hvað felst í velgengninni.
Starting: 04-05-2025 15:40:00
Heimildarþáttaröð frá 2020. Ofurhuginn Børge Ousland er enginn venjulegur útivistarmaður. Haustið 2019 hélt hann yfir Norður-Íshafið á skíðum og tók ferðina upp. Svaðilförin gekk ekki alveg að óskum og Ousland glímir við hrikalegar aðstæður á hjara veraldar.
Starting: 04-05-2025 16:50:00
Dönsk þáttaröð um ungt par sem flutti út á land og hóf þar búskap. Áhorfendur fá að fylgjast með daglegu lífi fjölskyldunnar á bænum.
Starting: 04-05-2025 17:30:00
Loft hefur tekið jarðormana í sátt og kynnist nú ævintýralegri tilvist þeirra í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.Krakkarnir vilja hitta Loft og Loft vill hitta krakkana en hver þorir að taka fyrsta skrefið? Hver veit, kannski geta þau lært ýmislegt af hvort öðru.
Starting: 04-05-2025 18:01:00
Anne Dorothea á mjög sérstakan besta vin, björgunarhundinn Bessa!
Starting: 04-05-2025 18:01:00
Anne Dorothea á mjög sérstakan besta vin, björgunarhundinn Bessa!
Starting: 04-05-2025 18:11:00
Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
Starting: 04-05-2025 18:11:00
Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
Starting: 04-05-2025 18:21:00
Dýralífsþættir sem gefa okkur dásamlega innsýn inn í undraveröld villtu dýranna.
Starting: 04-05-2025 18:21:00
Við höfum séð Sebastian Klein vera bitinn, brenndan og stunginn - en nú fer hann til Afríku og kynnist áhugaverðum dýrum.
Starting: 04-05-2025 18:24:00
Dýralífsþættir sem gefa okkur dásamlega innsýn inn í undraveröld villtu dýranna.
Starting: 04-05-2025 18:31:00
Við höfum séð Sebastian Klein vera bitinn, brenndan og stunginn - en nú fer hann til Afríku og kynnist áhugaverðum dýrum.
Starting: 04-05-2025 18:34:00
Ævintýri, leikþættir og sögur frá Góa og Gloríu ásamt gestum.Gói og Gloría segja söguna af úlfinum og kiðlingunum sjö.
Starting: 04-05-2025 18:39:00
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.
Starting: 04-05-2025 18:50:00
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Starting: 04-05-2025 19:00:00
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Starting: 04-05-2025 19:45:00
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit er sögufrægur staður. Þar var á öldum áður kaþólskt klaustur sem hafði mikil ítök. Fyrir 80 árum fann fimm ára strákur kertastjaka og styttu við kirkjuna sem hafa verið í hans fórum síðan. Getur verið að þessir hlutir séu frá tímum klaustursins? Við rannsökum málið og kynnum okkur merka sögu klausturhalds á Íslandi.
Starting: 04-05-2025 20:15:00
Sannsöguleg leikin þáttaröð um eitt stærsta réttarfarshneyksli í sögu Bretlands. Hundruð útibússtjóra hjá breska póstinum voru ranglega ákærðir og dæmdir fyrir fjársvik sem rekja mátti til galla í hugbúnaðarkerfi póstsins. Aðalhlutverk: Toby Jones, Monica Dolan, Julie Hesmondhalgh og Will Mellor.
Starting: 04-05-2025 20:45:00
Fjórða og síðasta þáttaröðin um ítölsku vinkonurnar Elenu og Lilu. Þættirnir eru byggðir á Napólí-sögum rithöfundarins Elenu Ferrante, sem farið hafa sigurför um heiminn. Vinkonurnar eru á fullorðinsaldri og lifa ólíku lífi en vináttan heldur enn. Aðalhlutverk: Alba Rohrwacher, Irene Maiorino og Fabrizio Gifuni. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Starting: 04-05-2025 21:35:00
Heimildarmynd frá 2022 þar sem farið er yfir kvikmyndatækni Alfreds Hitchcock í máli og myndum.
Starting: 04-05-2025 22:35:00
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Starting: 05-05-2025 13:00:00
Góð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
Starting: 05-05-2025 13:25:00
Finnlands-sænskir lífsstílsþættir þar sem meðal annars er fjallað um matreiðslu, garðyrkju og föndur.
Starting: 05-05-2025 13:35:00
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.Spurningakeppni sveitarfélaganna. Í þessum þætti mætast lið Dalvíkurbyggðar og Skagafjarðar. Lið Dalvíkurbyggðar skipa: Elín Björk Unnarsdóttir, Klemenz Bjarki Gunnarsson og Magni Þór Óskarsson. Lið Skagafjarðar skipa: Eyþór Árnason, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Rúnar Birgir Gíslason. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Aðstoð við dagskrárgerð: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
Starting: 05-05-2025 14:05:00
Þættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Starting: 05-05-2025 15:05:00
Þáttaröð frá 1991 um sögu íslenskrar dægurtónlistar. Umsjón: Helgi Pétursson og Jónatan Garðarsson. Dagskrárgerð: Tage Ammendrup.
Starting: 05-05-2025 15:25:00
Þættir um íslenska dægurtónlist. Tónlistarmenn koma í stutt viðtöl í Stúdíó RÚV og færa landsmönnum tónlist heim í stofu. Stjórn upptöku: Þór Freysson.Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson.
Starting: 05-05-2025 16:05:00
Íslensk þáttaröð um þær Steineyju og Sigurlaugu sem vita ekkert hvert þær stefna í lífinu. Í þáttunum kynnast þær hvaða nám og störf standa ungu fólki til boða og fá nasasjón af ýmiss konar starfsframa. Dagskrárgerð: Arnór Pálmi Arnarsson. Framleiðsla: Sagafilm.Þarf maður að mennta sig? Er eina menntunin sem er einhvers virði, sú sem maður sækir í skóla? Er skólakerfið í takt við nútímann? Er eitthvað hallærislegra en að segjast vera í skóla lífsins?
Starting: 05-05-2025 16:30:00
Nýir íslenskir lífstíls- og matarþættir þar sem þeir Dóri DNA og Gunnar Karl Gíslason, Michelin-kokkur, ferðast um landið, kynnast áhugaverðu fólki og fræðast um menningu, listir, mat og nýsköpun í nýtingu auðlinda. Á leið sinni á hvern áfangastað safna þeir hráefnum sem Gunnar Karl nýtir til matreiðslu í lok hvers þáttar með dyggri aðstoð heimamanna. Leikstjórn: Hannes Þór Arason. Framleiðsla: Gamli Blakkur, Fígúra og Lilja Jóns.Gunnar Karl tekur á móti Dóra á flugvellinum á Akureyri og þeir félagar fara á heimaslóðir Gunnars á Norðurlandi. Þeir fara meðal annars á Öngulstaði, Hauganes, Siglufjörð og Velli í Svarfaðardal og gæða sér á kræsingum hvar sem þeir koma. Á Völlum ákveða þeir að blása til veislu fyrir nágrannana í gamla fjárhúsinu.
Starting: 05-05-2025 16:55:00
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit er sögufrægur staður. Þar var á öldum áður kaþólskt klaustur sem hafði mikil ítök. Fyrir 80 árum fann fimm ára strákur kertastjaka og styttu við kirkjuna sem hafa verið í hans fórum síðan. Getur verið að þessir hlutir séu frá tímum klaustursins? Við rannsökum málið og kynnum okkur merka sögu klausturhalds á Íslandi.
Starting: 05-05-2025 17:30:00
Litla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
Starting: 05-05-2025 18:01:00
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Starting: 05-05-2025 18:08:00
Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist og njóta tónanna sem óma um Hljómbæ.Stutt innslög frá þeim Jasmín og Jómba þar sem þau tala um tónlist og tónfræði.
Starting: 05-05-2025 18:13:00
Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
Starting: 05-05-2025 18:14:00
Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
Starting: 05-05-2025 18:19:00
Bursti heimsækir leikskólann! Allt er nýtt og spennandi og margt sem Bursti þarf að læra í hinum stóra leikskólaheimi.
Starting: 05-05-2025 18:26:00
Fjórða þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
Starting: 05-05-2025 18:33:00
Hugrakki og uppátækjasami refurinn Pablo flyst úr sveit í borg ásamt systkinum sínum.
Starting: 05-05-2025 18:40:00
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Starting: 05-05-2025 18:45:00
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Starting: 05-05-2025 19:00:00
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Starting: 05-05-2025 19:35:00
Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem Michael Mosley hittir fólk víða um heim sem virðist hafa fundið leiðir til að hægja á öldrun sinni og rannsakar vísindin á bak við fullyrðingar þeirra.
Starting: 05-05-2025 20:05:00
Þriðja þáttaröð finnskra spennuþátta um lögreglukonuna Hilkku Mäntymäki. Dóttir stjórnmálamanns á Kanaríeyjum og eiginmaður hennar finnast látin í finnsku borginni Oulu og Hilkka fær aðstoð fyrrum samstarfsfólks síns í spænsku lögreglunni við rannsókn málsins. Aðalhlutverk: Riitta Havukainen, Fran Pérea og Marìa Romero. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Starting: 05-05-2025 21:00:00
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Starting: 05-05-2025 22:00:00
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Starting: 05-05-2025 22:15:00
Breskir heimildarþættir sem skoða kvikmyndasöguna í gegnum linsu kvikmyndagerðakvenna. Þættirnir skiptast í 40 kafla sem taka fyrir ólíkar hliðar kvikmyndagerðar og eingöngu er stuðst við dæmi úr kvikmyndum sem konur leikstýra. Sögukonur eru Tilda Swinton, Jane Fonda, Debra Winger, Adjoa Andoh, Kerry Fox, Thandie Newton og Sharmila Tagore. Leikstjóri: Mark Cousins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Starting: 05-05-2025 23:10:00